Staðall um beina sjónlínu og öryggisleyfiskerfi fyrir þungar flutningabifreiðir

Staðall um beina sjónlínu (e. Direct Vision Standard, DVS) og öryggisleyfi fyrir þungar flutningabifreiðir (e. Heavy goods vehicles (HGVs) gerir ökumönnum flutningabifreiða yfir 12 tonnum í heildarþyngd skylt að verða sér út um öryggisleyfi ef aka á um mörg svæða stórborgarsvæðis Lundúna. Annars átt þú hættu á að fá sektartilkynningu

Bein sjónlína og umferðaröryggi

Staðall um beina sjónlínu metur hversu mikið ökumaður þungra flutningabifreiða getur séð út um rúður stýrishússins. Þetta er vísir um hættu sem stafar af þessum bifreiðum fyrir aðra vegfarendur, svo sem gangandi og hjólandi, nálægt bifreiðinni.

Bifreið getur fengið einkunn á bilinu núll stjörnur (lægsta einkunn, slæm bein sjónlína) og fimm stjörnur (hæsta einkunn, mjög góð bein sjónlína).

Ef þung flutningsbifreið fær einkunnina ein til fimm stjörnur er hægt að sækja um leyfi án þess að þurfa að sýna fram á viðbótargögn.

Ef þung flutningsbifreið fær einkunnina núll stjörnur er skylt að gera bifreiðina öruggari samkvæmt endurbótaskilyrðum öryggisleyfiskerfisins.

Staðall um beina sjónlínu og öryggisleyfi fyrir þungar flutningabifreiðar er hvort tveggja hluti af hugsjónarverkefni borgarstjóra Lundúnarborgar, Vision Zero, sem hefur að markmiði að útiloka öll dauðsföll og alvarleg meiðsl sem eiga sér stað innan samgöngunets Lundúna fyrir árið 2041.

Öryggisleyfi fyrir þungar flutningabifreiðar og kröfur

Óháð því hvort ökumaður telur bifreið sína uppfylla öll skilyrði staðalsins verða allar flutningabifreiðar yfir 12 tonnum (heildarþyngd) sem ekið er á stórborgarsvæði Lundúna að hafa gilt öryggisleyfi áður en ekið er inn á svæðið ef forðast á sektartilkynningu.

Öryggisleyfi þungra flutningabifreiða gildir fyrir stórborgarsvæði Lundúna og gildir allan sólarhringinn, alla daga ársins. Unnt er að sækja um leyfi á netinu á tfl.gov.uk/direct-vision-permit

Það kostar ekkert að sækja um leyfi.

Frekari upplýsingar um öryggisleyfi fyrir þungar flutningabifreiðar er að finna að neðan þar sem þú getur skoðað kort yfir svæði sem skylt er að hafa leyfi eða lesið leiðbeiningar fyrir ökumenn sem eiga leið um Lundúnarborg.

Eða skoðið heimasíðu Transport for London.

Framsækið öryggiskerfi

Öryggiskerfið verður endurskoðað og endurmetið árið 2022 og mun taka til greina allar tækninýjungar og öryggisbúnað sem er ekki enn á markaðnum.

Allur nýr búnaður og ný tækni sem lagt er fyrir framsækna öryggiskerfið verður að gera ráð fyrir ísetningu endurbótabúnaðar í þyngri flutningsbifreiðar, verður að vera viðurkennt innan atvinnugreinarinnar og tiltækt á almennum markaði.

Frá og með október, 2024, munu öllum þyngri flutningabifreiðum vera skylt að einkenna sig með leyfi framsækna öryggiskerfisins.