M50 vegatollurinn í Írlandi / eFlow

eflow

M50 Tollhliðið sem er án vegatálma er staðsett á landganginum yfir hraðbrautina milli gatnamóta 6 (Blanchardstown) og gatnamóta 7 (Lucan) á M50 í Írlandi. Tollhliðið er gefið til kynna með fjólubláum merkingum sem sjá má á myndinni hér að ofan.

Tollhliðið notar sambland af leysigeislum, radíóvitum, og myndavélum til að nema ökutæki sem keyrir undir. Myndavélarnar ná mörgum myndum af ökutækinu og bílnúmeraplötu ökutækisins. Upplýsingar um skráða eigendur fengust hjá Samgöngustofu.

Þegar þú keyrir undir hliðið þarftu að borga M50 vegatollinn. Ef þú gleymir að greiða M50 tollinn fyrir kl. 20 daginn eftir ferðina þína verður fyrsta tilkynning um sektargreiðslu (STR) sjálfkrafa gefin út á eiganda ökutækisins.

Ef þú hefur fengið tilkynningu í tengslum við þennan toll og þú vilt fá frekari upplýsingar skaltu hafa samband við Euro Parking Collection (EPC).


Algengar spurningar og svör

Um M50

Turas Mobility Services er samningsbundið af Umferðaruppbygging Írlands (TII) til að reka M50 tollakerfið (‘eFlow’) fyrir þeirra hönd. Turas Mobility Services er írskt fyrirtæki með aðsetur í Dublin.

eFlow rekur tollhliðið sem er án vegatálma á M50 hraðbrautinni í Dublin. eFlow er skráð fyrirtækjanafn hjá Umferðaruppbyggingu Írlands (TII). Allar tekjur, þar á meðal sektargreiðslur, sem rukkaðar eru á M50 tollveginum fara beint til TII.  Þessir sjóðir eru svo notaðir til að reka og viðhalda gatnakerfi Írlands. Þú finnur eintak af friðheilgistilkynningu eFlow á www.eflow.ie

M50 er opinber eining í eigu írskra yfirvalda og stýrt af TII, sjálfstæðri stofnun með umboð frá Umferðarlögum frá 2015

Sjáðu töfluna hérna að neðan fyrir tollkostnað

Bílar og almenningssamgöngutæki með sæti fyrir allt að 8 farþega EUR 3.70
Vörubifreiðar án farms sem fara ekki yfir 2.000 kg
Rútur eða langferðabílar með sæti fyrir meira en 8 manns
EUR 4.70
Vörubifreiðar án farms sem fara yfir 2.000 kg en fara ekki yfir 10.000 kg EUR 6.30
Vörubifreiðar án farms sem fara yfir 10.000 kg
Vinnuvél eða liðvagn
EUR 7.50

Ef greiðsla berst ekki fyrir kl. 20 daginn eftir leggst EUR 3,50 evru aukagjald ofan á hvert ógreitt tollgjald. EPC gefur svo út hefðbundna tollkröfu. Ef þetta er ekki greitt innan 14 daga verður gefin út ítrekunarsekt að upphæð EUR 49.50 fyrir hvert ógreitt tollagjald á þitt nafn.


Viðskiptavinir geta komist hjá sektum og sparað pening með því að opna reikning.

Tollhliðið er staðsett á landganginum yfir hraðbrautina milli gatnamóta 6 (Blanchardstown) og gatnamóta 7 (Lucan) á M50. Tollurinn er gefinn til kynna með merkingum eins og þeim sem sjá má á myndinni hér að ofan.

Tollgálginn notar sambland af leysigeislum, radíóvitum, og myndavélum til að nema ökutæki sem keyrir undir. Myndavélarnar ná mörgum myndum af ökutækinu og bílnúmeraplötu ökutækisins. Upplýsingar um skráða eigendur eru fengnar frá Samgöngustofu.

Þegar þú keyrir undir gálgann, þarftu að borga M50 vegatollinn. Ef þú gleymir að greiða M50 tollinn fyrir kl. 20 daginn eftir ferðina þína, þá verður sjálfkrafa gefin út fyrsta tilkynning um sektargreiðslu (STR eða hefðbundna tollkröfu) á heimilisfang eiganda ökutækisins.

Fyrsta tilkynning um sektargreiðslu inniheldur upphaflega tollinn auk 3,50 evru sektar vegna síðbúinnar greiðslu.


Greiðsla

Þessa tolla má greiða eftir ýmsum leiðum.

Ef þú ert ekki skráð/ur hjá eFlow, verður bílnúmer ökutækisins skráð í hvert sinn sem þú ferð yfir tollhlið og þú greiðir jafnóðum. Þú verður að greiða fyrir ferðina fyrir kl. 20 daginn eftir. Hægt er að greiða á netinu á vefsíðu eFlow, í Payzone verslunum eða með því að hringja í +353 1 4610122.

Þú getur forgreitt tollinn á eflow.ie vefsíðunni, í Payzone verslunum eða með því að hringja í +353 1 4610122. Einnig geta viðskiptavinir stofnað reikning til þess að komast hjá sektum og spara pening á tollgjöldum.

Ef þú hefur fengið hefðbundna tollbeiðni eftir að þú hefur greitt tollinn, geta legið ýmsar ástæður þar að baki. Í fyrsta lagi skaltu athuga hvort greiðslan sem þú inntir af hendi hafi farið á rétt skráningarnúmer ökutækis og hafi verið fyrir tollinn á M50.

Í öðru lagi getur verið að þú hafir ekki greitt alla upphæðina fyrir ferðina. Til dæmis, ef þú greiddir M50 tollinn fyrir bíl (3,70 evrur) eftir að greiðslufresturinn var útrunninn, þá skuldar þú ennþá 3,50 evrur í vanskilakostnað. Vinsamlegast hafðu beint samband við eFlow, ef þú vilt athuga hvort þú átt einhverja útistandandi skuld á ökutækinu þínu.

Ef greiðsla fyrir M50 toll og fyrstu tilkynningu um sektargreiðslu (STR) berst ekki innan 14 daga er gefin út tilkynning um ógreiddan toll (UTN) á skráð heimilisfang eiganda ökutækisins.

Tilkynning um ógreidda sekt inniheldur upphaflega tollinn, fyrstu tilkynningu um sektargreiðslu (STR) (3,50 evrur) og vanskilakostnað upp á 49,50 evrur fyrir hverja ferð.

Ef greiðsla vegna ferðarinnar og sektar er ekki greidd innan 56 daga frá útgáfu tilkynningar um ógreiddan toll leggjast enn frekari 116 evrur ofan á fyrir hverja ferð.

Það eru mörg mismunandi fyrirtæki sem gefa út merki sem virka á M50. Nöfn þessara fyrirtækja eru;

  • eFLow
  • ParkMagic
  • EasyTrip
  • DirectRoute

Þannig að merkið þitt virki á M50 þarf reikningurinn að vera virkur og ökutæki þitt þarf að vera tengt reikningnum. Ef þú ert með reikning hjá einhverjum ofangreindra rekstraraðila og þú telur að reikningurinn hafi verið virkur skaltu hafa samband við rekstraraðilann.

Eftirfarandi ökutæki eru undanskilin M50 tollgreiðslum:

  • Ökutæki sem hefur verði breytt til notkunar fyrir fatlaða
  • Bifhjól
  • Ökutæki Fingal sýslu
  • Herbílar
  • Ökutæki sem sinna viðhaldi á M50
  • Tækjabílar og sjúkrabifreiðar

Ef ökutækið þitt er undanskilið frá því að greiða M50 toll, mun eFlow taka myndir af ökutækinu og númeraplötunni sem verða svo skoðaðar til að staðfesta að ökutækið sé undanskilið. Frekari upplýsingar eru að finna á Umferðaruppbygging Írlands Undanþágur frá tollgreiðslum

Ef ökutækið þitt er breytt til notkunar fyrir fatlaða og er ekki skráð á Írlandi, þarft þú að leggja fram gögn á borð við leigusamning sérhannaðs ökutækis fyrir fatlaða eða vottorð sem sýnir fram á skattaflokk vegna fötlunar eða ökuskírteini sem sýnir fram á hamlanir ökumanns.

Ef þú ert ekki með sjálfkrafa tollgreiðslureikning, þarft þú að greiða fyrir notkun á M50 fyrir kl. 20 daginn eftir. Síðbúnar greiðslur varða sektum eins og greint er frá hér að ofan.

Hægt er að borga á vefsíðu EPC website. Passaðu að þú sért með málanúmerið og skráningarnúmer ökutækisins við höndina þar sem þú þarft það þegar þú greiðir.